Akureyringurinn tryggði jafntefli undir lok leiks

Oddur Gretarsson átti frábæran leik fyrir Balingen í kvöld.
Oddur Gretarsson átti frábæran leik fyrir Balingen í kvöld. Ljósmynd/Balingen

Oddur Gretarsson átti frábæran leik þegar Balingen gerði 26:26-jafntefli við Eisenach á útivelli í toppslag þýsku B-deildarinnar í handbolta í kvöld.

Oddur var markahæsti maður vallarins með 8 mörk ásamt Moritz Strosack en eitt þeirra var jöfnunarmark Balingen undir lok leiks. Daníel Þór Ingason leikur einnig með Balingen en hann skoraði 2 mörk í leiknum.

Oddur hefur verið að komast af stað aftur á þessu tímabili en hann hefur verið mikið frá undanfarin ár vegna erfiðra meiðsla.

Balingen er á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 14 leiki og hefur enn ekki tapað leik. Eisenach er í öðru sæti með 20 stig.

mbl.is