Fram vann stórsigur á botnliðinu

Perla Ruth Albertsdóttir fer inn úr horninu í leiknum í …
Perla Ruth Albertsdóttir fer inn úr horninu í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Fram vann afar sannfærandi 35:16-útisigur á HK í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.

Það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í leiknum en Fram komst snemma í 6:0 og lét forystuna aldei af hendi eftir það.

Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði Fram með 10 mörk en Katrín Hekla Magnúsdóttir var markahæst hjá HK með 4 mörk. Þá átti Hafdís Renötudóttir magnaðan leik í marki Fram en hún varði 23 skot, 60,5% markvarsla.

Með sigrinum fer Fram upp í 10 stig en liðið er í fjórða sæti deildarinnar. HK er áfram á botninum með tvö stig.

Mörk HK: Katrín Hekla Magnúsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín 2, Leandra Náttsól Salvarmoser 1.

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 10, Tamara Jovicevic 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Medeleine Lindholm 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir. 

mbl.is