Haukar unnu KA/Þór á Ásvöllum

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar unnu 28:20-sigur á KA/Þór á Ásvöllum í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Haukar byrjuðu leikinn betur og komust í 5:1 áður en KA/Þór svaraði þó fyrir sig og jafnaði metin í stöðunni 10:10. Norðankomur leiddu með einu marki í hálfleik, 13:12, en þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum sigu heimakonur framúr og unnu að lokum átta marka sigur.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með 6 mörk en Nathalia Soares Baliana var markahæst í liði KA/Þórs með 9 mörk.

Með sigrinum komust Haukar tveimur stigum fram úr KA/Þór en liðin eru í fimmta og sjötta sæti með sex og fjögur stig.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Natasja Hammer 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Ena Car 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 9, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.

mbl.is