Valur áfram með fullt hús eftir sannfærandi sigur

Maður leiksins, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, sækir að marki Selfyssinga í …
Maður leiksins, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, sækir að marki Selfyssinga í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Þórey Anna Ásgeirsdóttir átti magnaðan leik þegar Valskonur unnu sannfærandi 35:23 sigur á Selfossi í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur var þó alltaf skrefinu á undan. Liðið leiddi með fjórum mörkum í hálfleik en þegar um korter var eftir af leiknum setti það í næsta gír og gerði út um leikinn.

Þórey Anna átti eins og áður sagði algjörlega magnaðan leik í liði Vals. Hún skoraði 14 mörk og dró algjörlega vagninn. Hjá Selfossi var Katla María Magnúsdóttir markahæst með 8 mörk.

Með sigrinum styrkti Valur stöðu sína á toppi deildarinnar en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki. Liðið er fjórum stigum á undan Stjörnunni sem á þó leik til góða og getur minnkað bilið í tvö stig. Selfoss er í sjöunda og næst neðsta sæti með fjögur stig.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 14, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Mariam Eradze 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 4, Roberta Stropé 4, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert