Valur styrkti stöðu sína á toppnum

Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki ÍBV í leiknum í …
Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki ÍBV í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valsmenn unnu verðskuldaðan fimm marka sigur á ÍBV í Vestmanneyjum í dag en liðin mættust í Olís deild karla í handknattleik. Lokatölur voru 38:33 en mörkin láta yfirleitt ekki á sér standa í leikjum sem þessi lið spila.

Þessi lið mættust í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor en Valsmenn höfðu þá betur líkt og í dag.

Leikurinn var ótrúlega hraður og voru liðin að gera marga tæknfeila en ég efast um að einhver leikur á leiktíðinni hafi innihaldið jafnmörg skot og sóknir eins og þessi gerði. Staðan í hálfleik var 17:19.

Eyjamenn voru undir í markvörslunni í fyrri hálfleik en náðu engan veginn að nýta sér þegar markvarslan datt niður hjá gestunum og var munurinn kominn aftur í fimm mörk eftir fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik þrátt fyrir að Valsmenn hafi ekki fengið eitt skot varið á þeim kafla.

Bergur Elí Rúnarsson lék vel í hægra horni gestanna og skoraði átta mörk, einu fleiri en mörk Arnórs Snæs Óskarssonar sem lék við hlið hans allan leikinn í dag.

Dánjal Ragnarsson skoraði mest Eyjamanna, sjö mörk, en Gabríel Martinez skoraði sex og flest á stuttum kafla í síðari hálfleik.

Með sigrinum styrkti Valur stöðu sína á toppi deildarinnar en liðið er nú með 22 stig eftir 12 leiki, sex stigum á undan FH sem á þó leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 14 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

ÍBV 33:38 Valur opna loka
60. mín. Benedikt Gunnar Óskarsson (Valur) skoraði mark Gott gegnumbrot hjá Benedikt.
mbl.is