Viktor átti hörkuleik í sigri gegn Grétari

Viktor Gísli varði vel í dag.
Viktor Gísli varði vel í dag. Ljósmynd/EHF

Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik í marki Nantes er liðið lagði Séléstat, 31:24, í frönsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Viktor varði 12 af þeim 25 skotum sem hann fékk á sig eða 48%. Hann stóð á milli stanganna þegar Nantes náði upp forskotinu en fékk sér svo sæti á bekknum þegar sigurinn var svo gott sem kominn í höfn.

Grétar Ari Guðjónsson átti fínan leik fyrir Séléstat en hann kom inn í mark liðsins þegar leið á leikinn og varði sex af 15 skotum sem á hann komu og var það 40% varsla.

Nantes er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki, tveimur stigum á eftir toppliðum PSG og Montpellier. Séléstat er á botni deildarinnar án stiga.

Grétar Ari Guðjónsson í leik með Haukum.
Grétar Ari Guðjónsson í leik með Haukum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert