FH vann á Selfossi – Fram slapp með skrekkinn

Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásbjörn Friðriksson átti enn einn stórleikinn fyrir FH þegar liðið vann fimm marka sigur gegn Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Set-höllinni á Selfossi í 12. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 37:32-sigri Hafnfirðinga en Ásbjörn gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum.

Leikurinn var afar kaflaskiptur en Selfyssingar byrjuðu betur og voru með yfirhöndina framan af. FH-ingum tókst hins vegar að jafna metin og var staðan 18:17, FH í vil, í hálfleik.

Liðin skiptust á að skora í síðari hálfleik en þegar fimm mínútur voru til leiksloka stungu FH-ingar af og skoruðu fimm síðustu mörk leiksins.

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sjö mörk fyrir FH en Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með tíu mörk.

FH er með 18 stig í öðru sæti deildarinnar en Selfoss er með 11 stig í því áttunda.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 10, Guðmundur Hólmar Helgason 8, Hannes Höskuldsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Ísak Gústafsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Sverrir Pálsson 1, Karolis Stropus 1.

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, Vilius Rasimas 6.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Jóhannes Berg Andrason 5, Jón Bjarni Ólafsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Atli Sveinn Arnarson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Einar Örn Sindrason 1.

Varin skot: Phil Döhler 8.

Kjartan Þór Júlíusson sækir að ÍR-ingum í kvöld.
Kjartan Þór Júlíusson sækir að ÍR-ingum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá vann Fram 31:27-sigur gegn ÍR í Skógarseli í Breiðholti þar sem Reynir Þór Stefánsson var markahæstur Framara með átta mörk.

Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10:1 en þá vöknuðu ÍR-ingar og var staðan 16:15, Fram í vil, í hálfleik.

Liðin skiptust á að skora allt þangað til tíu mínútur voru til leiksloka þegar Framarar náðu tveggja marka forskoti, 25:123, og þeir létu forystuna ekki af hendi eftir það.

Luka Vukicevic skoraði sjö mörk fyrir Fram og þá átti Lárus Helgi Ólafsson stórleik í markinu, varði 14 skot og var með 39% markvörslu.

Hrannar Ingi Jóhannsson var markahæstur ÍR-inga með sjö mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson og Viktor Sigurðsson skoruðu sex mörk hvor.

Fram er með 15 stig í fjórða sætinu en ÍR er í því ellefta með fimm stig.

Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 7, Dagur Sverrir Kristjánsson 6, Viktor Sigurðsson 6, Friðrik Hólm Jónsson 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2.

Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 7, Ólafur Rafn Gíslason 2.

Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8, Luka Vukicevic 7, Stefán Darri Þórsson 4, Marko Coric 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3m Arnar Snær Magnússon 2, Breki Dagsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 14, Arnór Máni Daðason 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert