Leikmaður KA á sjúkrahús

Einar Birgir Stefánsson fluttur úr KA-heimilinu á sjúkrabörum í gær.
Einar Birgir Stefánsson fluttur úr KA-heimilinu á sjúkrabörum í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmaðurinn Einar Birgir Stefánsson, leikmaður KA, meiddist illa í fyrri hálfleik er KA og Grótta mættust í Olísdeildinni í gærkvöldi.

Handbolti.is greinir frá að Einar hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna meiðslanna, eftir að hann var borinn af velli. Á þessari stundu er óvíst hve alvarleg meiðslin eru, en um ökklameiðsli er að ræða. 

Einar hefur verið sterkur á leiktíðinni með KA og skorað 33 mörk í 11 leikjum. Þá er hann einnig mikilvægur hlekkur í vörn Akureyrarliðsins.  

mbl.is