Starfsmaður veittist að leikmanni (myndskeið)

Pétur Júníusson skýtur að marki Stjörnunnar í gær.
Pétur Júníusson skýtur að marki Stjörnunnar í gær. mbl.is/Óttar Geirsson

Afturelding hafði betur gegn Stjörnunni, 29:26, á útivelli í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi.

Á meðan leikmenn Mosfellinga fögnuðu sigrinum fyrir framan stuðningsmenn sína, veittist starfsmaður Stjörnunnar að einum leikmanni Aftureldingar.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, ýtti starfsmaðurinn hressilega við leikmanninum. Liðsfélagar hans voru snöggir að stíga inn í og koma í veg fyrir frekari átök.

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is