Rúnar er akkúrat rétti maðurinn

Viggó Kristjánsson er að gera góða hluti undir stjórn Rúnars …
Viggó Kristjánsson er að gera góða hluti undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, og samherjar hans í þýska liðinu Leipzig unnu sinn fimmta sigur í röð í þýsku 1. deildinni er liðið vann stórlið Flensburg á heimavelli, 31:30, á sunnudag.

Liðið vann aðeins einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni og var André Haber því vikið frá störfum. Rúnar Sigtryggsson var ráðinn í hans stað og hefur Leipzig unnið alla fimm leiki sína undir stjórn Rúnars.

„Þetta var orðið helvíti þungt. Með hverjum sigri verður léttara á mönnum og þeir hafa meiri trú á sér og liðinu. Klefinn er allt annar og þetta er miklu skemmtilegra,“ sagði Viggó í samtali við Morgunblaðið. Hann skoraði sigurmark Leipzig gegn Flensburg á síðustu sekúndunum.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »