Búa sig undir það versta

Haukur Þrastarson er aftur að glíma við meiðsli.
Haukur Þrastarson er aftur að glíma við meiðsli. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Útlitið er ekki gott fyrir Hauk Þrastarson, landsliðsmann í handbolta, en hann meiddist á hné í leik Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Tomasz Mglosiek, sjúkraþjálfari Kielce, segir meiðslin væntanlega alvarleg. Hann óttast krossbandið sé slitið og Haukur verði lengi frá keppni. 

„Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en það bendir margt til þess að þetta sé alvarlegt. Við búum okkur undir það versta og að krossbandið sé slitið,“ sagði Mglosiek í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins.

Haukur sleit krossband í vinstra hné fyrir tveimur árum og var frá keppni í tæpt ár vegna þessa. Nú er það hægra hnéð sem er honum til vandræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert