Íslendingarnir stórkostlegir

Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson áttu báðir stórleik fyrir Gummersbach þegar liðið heimsótti Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með sex marka sigri Gummersbach, 37:31, en þeir Elliði og Hákon skoruðu báðir sjö mörk hvor og voru næstmarkahæstir í liði Gummersbach.

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, er með 16 stig í áttunda sæti deildarinnar en Erlangen, þar sem Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari, er með 15 stig í níunda sætinu.

mbl.is