Vandræði Aalborgar halda áfram

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Aalborg tapaði sínum fimmta leik í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar liðið heimsótti Barcelona.

Leiknum lauk með öruggum sigri Barcelona, 32:26, en landsliðsfyrirliðin Aron Pálmarsson, sem var að mæta sínum gömlu liðsfélögum, skoraði fjögur mark í leiknum.

Aalaborg er með 7 stig í fimmta sæti riðilsins en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborgar. Liðið vann síðast leik í Meistaradeildinni hinn 6. október gegn Pick Szeged á útivelli.

mbl.is