Veszprém aftur á breinu brautina

Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark í kvöld.
Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark í kvöld. Ljósmynd/Eurohandball

Veszprém er komið aftur á beinu brautina í A-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik eftir öruggan sigur gegn Wisla Plock í Ungverjalandi í kvöld.

Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark fyrir Veszprém sem fagnaði 32:22-sigri en liðið tapaði óvænt sínum fyrsta leik í keppninni í ár í síðustu umferð þegar það heimsótti PPD Zagreb til Króatíu.

Veszprém er í öðru sæti A-riðils með 15 stig, stigi minna en topplið París SG.

Þá tapaði Nantes með fjögurra marka mun gegn Kiel í Þýskalandi í B-riðli keppninnar en Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með Nantes vegna meiðsla.

Nantes er með 12 stig í þriðja sæti B-riðils, fjórum stigum minna en topplið Kielce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert