ÍR og Afturelding styrktu stöðuna

Karen Tinna Demian skoraði 8 mörk fyrir ÍR í kvöld.
Karen Tinna Demian skoraði 8 mörk fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

ÍR og Afturelding styrktu stöðu sína í tveimur efstu sætum 1. deildar kvenna í handknattleik í kvöld.

ÍR vann þá stórsigur á Fjölni/Fylki í Skógarseli, 32:15, og Afturelding lagði FH að velli að Varmá, 27:21. Þá vann Víkingur sigur á Gróttu í Víkinni, 31:29.

ÍR er með 13 stig, Afturelding 11, Grótta 10, FH 8 og Víkingur 6 stig í efstu sætum deildarinnar.

Karen Tinna Demian skoraði 8 mörk fyrir ÍR í sigrinum á Fjölni/Fylki en Eyrún Ósk Hjartardóttir gerði 5 mörk fyrir Fjölni/Fylki.

Sylvía Björt Blöndal skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu en Hildur Guðjónsdóttir 9 fyrir FH í leik liðanna að Varmá.

Anna Þyrí Ólafsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Víking og Rut Bernódusdóttir 7 fyrir Gróttu í leik liðanna í Víkinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert