Stórsigur HK sem er að stinga af

HK-ingar eru með 17 stig af 18 mögulegum í 1. …
HK-ingar eru með 17 stig af 18 mögulegum í 1. deildinni og með örugga forystu. Ljósmynd/HK

HK styrkti enn frekar stöðu sína á toppi 1. deildar karla í handknattleik í kvöld þegar Kópavogsliðið sótti Fjölni heim í Grafarvog og vann þar tólf marka sigur.

Lokatölur urðu 37:25 fyrir HK eftir að staðan var 17:11 í hálfleik. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk, Kristófer Ísak Bárðarson skoraði 6 og Hjörtur Ingi Halldórsson 5. Símon Michael er bróðir Sigvalda Björns Guðjónssonar landsliðsmanns og leikmanns Kolstad í Noregi.

Hjá Fjölni var Brynjar Óli Kristjánsson markahæstur með 4 mörk.

Igor Mrsulja skoraði 9 mörk fyrir Víking sem vann ungmennalið KA 37:28 í Víkinni og ungmennalið Selfoss vann ungmennalið Hauka 34:32 á Selfossi.

HK er komið með 17 stig á toppi deildarinnar en Víkingur er með 11 stig, Þór 9 og Fjölnir 8. Ungmennalið Vals er með 11 stig í öðru sæti en getur ekki farið upp um deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert