Vanhugsuð ákvörðun að gera þetta að atvinnu sinni

„Það er eiginlega galið þegar maður pælir í því,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Björgvin Páll, sem er 37 ára gamall, er á meðal bestu markvarða sem Ísland hefur alið af sér en hann vill meina að markvarðastaðan hafi valið hann, frekar en að hann hafi valið hana.

Björgvin Páll er á meðal bestu markmanna Íslands frá upphafi en hann var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking og þá vann hann til bronsverðlaun með landsliðinu á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.

„Það mætti alveg segja sem svo að það hafi verið vanhugsuð ákvörðun að hafa gert þetta að atvinnu sinni,“ sagði Björgvin.

„Handboltinn átti alltaf vel við mig og íþróttir björguðu mér í raun frá alls konar veseni,“ sagði Björgvin Páll meðal annars.

Viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert