Hætti óvænt eftir sigurleik

Gunnar Gunnarsson er hættur með Gróttu.
Gunnar Gunnarsson er hættur með Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Gunnarsson er hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu. Gaf félagið út tilkynningu þess efnis, rétt eftir að hann stýrði liðinu til 32:28-sigurs á Fjölni/Fylki í gærkvöldi.

Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að handknattleiksdeild félagsins hafi samþykkt ósk Gunnars um að hætta með liðið. Hann tók við Gróttu fyrir tímabilið, eftir tvö ár sem þjálfari kvennaliðs Hauka.

Sigríður Unnur Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari Gróttu, stýrir liðinu á meðan leitað er að eftirmanni Gunnars.

Grótta er í þriðja sæti Grill 66 deildarinnar, 1. deildarinnar, með 14 stig eftir tíu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert