Mikilvægur Haukasigur í Kórnum

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta …
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta stykki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukakonur unnu góðan 11 marka útisigur, 32:21, á HK í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Kórnum í dag. 

Haukaliðið náði snemma góðri forystu og eftir 12 mínútur var staðan 8:1, Haukum í vil. Eftir það fóru liðsmenn HK að skora en komust aldrei nálægt Haukum sem leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 15:8. 

Sama má segja um síðari hálfleikinn en Haukar juku aðeins forskot sitt er leið á hann. Mest komst Haukaliðið 12 mörkum yfir, 30:18, og vann að lokum 11 marka sigur, 32:21. 

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta mörk. Embla Steindórsdóttir var markahæst í liði HK með sex. 

Haukar eru enn í 6. sæti en nú með tíu stig, sex meira en Selfoss sem er í sjöunda sæti, fallsæti. HK-liðið er á botni deildarinnar með tvö stig. 

Mörk HK: Embla Steindórsdóttir - 6. Sóley Ívarsdóttir - 5. Alfa Brá Hagalín - 4. Aníta Eik Jónsdóttir - 2.  Katrín Hekla Magnúsdóttir, Leandra Náttsól Salvamoser, Amelía Laufey Gunnarsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir - 1. 

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen - 8. Margrét Ýr Björnsdóttir - 6.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir - 8. Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Natasja Hammer, Ragnheiður Sveinsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir - 4.  Rakel Oddný Guðmundsdóttir - 3. Gunnhildur Pétursdóttir - 2. Sara Odden, Ena Car, Birta Lind Jóhannsdóttir - 1. 

Varin skot: Margrét Einarssdóttir - 10. Elísa Helga Sigurðardóttir - 3. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert