Valur endurheimti toppsætið með sigri fyrir norðan

Thea Imani Sturludóttir skýtur að marki KA/Þórs en hún var …
Thea Imani Sturludóttir skýtur að marki KA/Þórs en hún var markahæst í KA-heimilinu í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Valur gerði góða ferð til Akureyrar og lagði KA/Þór í dag, 23:20, í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Valskonur voru skrefi á undan nánast allan leikinn en illa gekk þó að hrista Norðankonur af sér. Staðan í hálfleik var 13:12, Val í vil og að lokum vann liðið þriggja marka sigur.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst í liði Vals með 8 mörk og Mariam Eradze kom næst með 6. Hjá KA/Þór var Ida Margrethe Rasmussen markahæst með 7 mörk.

Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið af ÍBV sem vann Fram fyrr í dag. Bæði lið eru með 24 stig en Valur er með betri markatölu. KA/Þór er í fimmta sæti með 10 stig.

Mörk KA/Þórs: Ida Margrethe Rasmussen 7, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Nathalia Soares Baliana 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.

Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 8, Mariam Eradze 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert