Yfirgefur Svíþjóð og flytur heim

Ásdís Guðmundsdóttir í leik með KA/Þór á síðasta tímabili.
Ásdís Guðmundsdóttir í leik með KA/Þór á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir hefur fengið samningi sínum rift við sænska liðið HF Skara. Þar hefur hún leikið síðan síðasta sumar en hún er uppalin í KA/Þór.

Það er Akureyri.net sem greinir frá en þar kemur fram að Ásdís hafi rift samningnum af persónulegum ástæðum en hún er flutt aftur heim til Akureyrar. Hún hefur þó ekki rætt við forráðamenn KA/Þórs og samkvæmt heimildum Akureyri.net eru engir samningar í pípunum.

Aldís Ásta Heimisdóttir gekk til liðs við Skara frá KA/Þór síðasta sumar líkt og Ásdís en svo virðist vera sem hún ætli sér að leika áfram með liðinu.

mbl.is