Með fullkomna nýtingu og í undanúrslit

Óðinn Þór Ríkharðsson stóð fyrir sínu í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson stóð fyrir sínu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kadetten tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum svissneska bikarins í handbolta með sannfærandi 37:20-útisigri á Genf.

Óðinn Þór Ríkharðsson, sem lék með íslenska landsliðinu á HM, skoraði fimm mörk fyrir Kadetten og var með fullkomna nýtingu.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten, sem er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum.

mbl.is