Sex íslensk mörk dugðu ekki

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Skara varð að sætta sig við 22:24-tap á útivelli gegn Skuru í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í kvöld.

Aldís Ásta Heimisdóttir heldur áfram að spila vel með Skara og hún gerði fimm mörk. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir bætti við einu.

Tapið var það fyrsta hjá Skara eftir fjóra sigurleiki í röð. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig.  

mbl.is