Frestað í Eyjum

ÍBV og KA/Þór geta ekki mæst á morgun.
ÍBV og KA/Þór geta ekki mæst á morgun. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Leik ÍBV og KA/Þórs í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, sem fara átti fram á morgun, laugardaginn 4. febrúar, hefur verið frestað.

Ástæðan fyrir frestuninni er sú að ekki er fært á milli lands og eyja.

Nýr leiktími hefur þegar verið ákveðinn og fer leikurinn fram 22.mars klukkan 18.

mbl.is