Skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútunum

Benedikt Gunnar Óskarsson í leiknum í kvöld.
Benedikt Gunnar Óskarsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Gunnar Óskarsson fór á kostum á fyrstu fimmtán mínútunum í leik Vals og FH sem nú stendur yfir í úrvalsdeild karla í handknattleik á Hlíðarenda. 

Þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður, komin fimmtán og hálf mínúta á klukkuna, var staðan 13:9, Valsmönnum í hag. Benedikt hafði þá skorað 10 af fyrstu 13 mörkum Hlíðarendaliðsins.

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari hvíldi hann eftir þessa törn og síðan fékk Benedikt tveggja mínútna brottvísun þannig að mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleiknum.

Staðan í hálfleik er 24:18, Valsmönnum í hag, og um hreint ótrúlegan markaleik að ræða.

Benedikt virtist um tíma vera á góðri leið með að ógna markameti deildarinnar. Alfreð Gíslason, núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, skoraði 21 mark fyrir KR í leik gegn KA árið 1982 en hæpið er að Valsmaðurinn nái að skora ellefu mörk í síðari hálfleiknum.

mbl.is