Oddur á flugi en Balingen brotlenti

Oddur Gretarsson var sannarlega betri en enginn í liði Balingen …
Oddur Gretarsson var sannarlega betri en enginn í liði Balingen í dag. Ljósmynd/Balingen

Oddur Gretarsson gerði sitt og skoraði 10 mörk í fjögurra marka tapi Balingen á heimavelli gegn Elbflorenz, 29:33, í þýsku 2. deildinni í handbolta í dag.

Þá skoraði Daníel Þór Ingason 3 mörk fyrir heimamenn.

Balingen er þrátt fyrir brotlendinguna þó enn með fjögurra stiga forskot í efsta sæti deildarinnar með 31 stig.

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 4 mörk í tapi Coburg á útivelli gegn Eisenach, 32:26. Coburg er um miðja deild í 11.-13. sæti með 18 stig.

Tumi Steinn Rúnarsson lék með Val áður en hann hélt …
Tumi Steinn Rúnarsson lék með Val áður en hann hélt út til Coburg. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is