Gísli stýrði Magdeburg í undanúrslit í fjarveru Ómars

Gísli Þorgeir Kristjánsson var duglegur að mata liðsfélagana.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var duglegur að mata liðsfélagana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magdeburg tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með sætum 35:34-útisigri á Kiel í framlengdum spennuleik.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var sterkur hjá Magdeburg, skoraði þrjú mörk og lagði upp flest mark allra í leiknum, eða átta.

Hollendingurinn Kay Smits, sem var í byrjunarliðinu í staðinn fyrir Ómar Inga Magnússon sem er meiddur, var markahæstur hjá Magdeburg með níu mörk.

Magdeburg er síðasta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum, en þar verður liðið ásamt Íslendingaliðunum Flensburg og Rhein Neckar-Löwen, ásamt Lemgo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert