Áfall fyrir andstæðinga Vals

Mads Mensah er tæpur vegna meiðsla.
Mads Mensah er tæpur vegna meiðsla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danski landsliðsmaðurinn Lasse Møller verður ekki með þýska liðinu Flensburg er það mætir Val í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Møller er að glíma við meiðsli.

Møller er ekki eini leikmaður Flensburgar sem verður fjarverandi því Svíinn Jim Gottfridsson, einn besti leikstjórnandi heims, meiddist á HM á heimavelli í síðasta mánuði og verður frá keppni næstu vikurnar.

Lasse Møller, til hægri, verður ekki með Flensburg í kvöld.
Lasse Møller, til hægri, verður ekki með Flensburg í kvöld. Eggert Jóhannesson

Danski landsliðsmaðurinn Mads Mesah er einnig tæpur, en hann fór snemma af velli þegar Flensburg vann 29:28-heimasigur á Wetzlar í átta liða úrslitum bikarsins um helgina. Meiðslin eru hins vegar ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið.

Mensah verður í hópnum í kvöld, en hann mun ekki taka fullan þátt í leiknum. Samkvæmt heimasíðu þýska félagsins standa vonir til þess að hann geti beitt sér í einhverjar mínútur gegn Íslands- og bikarmeisturunum.

mbl.is