Heimsmeistarinn ekki meira með

Magnus Saugstrup verður ekki meira með Magdeburg á leiktíðinni.
Magnus Saugstrup verður ekki meira með Magdeburg á leiktíðinni. AFP/Janek Skarzynski

Danski handboltamaðurinn Magnus Saugstrup verður ekki meira með á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Magdeburgar og Kiel í þýska bikarnum á sunnudag.

Saugstrup, sem varð heimsmeistari með danska landsliðinu í síðasta mánuði, meiddist á hné í leiknum og þarf á aðgerð að halda.

Verður hann frá í þrjá til fjóra mánuði vegna meiðslanna og er tímabilinu hans lokið.

Er það annað stóra áfallið fyrir Magdeburg á skömmum tíma, því Ómar Ingi Magnússon, besti leikmaður liðsins, verður einnig frá út tímabilið vegna meiðsla.

mbl.is