Sex úr HM-liði Dananna

Arnór Snær Óskarsson í baráttu við Lasse Kjær Möller í …
Arnór Snær Óskarsson í baráttu við Lasse Kjær Möller í leik liðanna á Hlíðarenda í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmenn hefja í kvöld lokasprettinn í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik þegar þeir mæta þýska stórliðinu Flensburg á heimavelli þess, Flens-Arena, í nyrstu borg Þýskalands við dönsku landamærin.

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í Flensburg eru efstir í B-riðli keppninnar en þeir hafa unnið fimm af sex leikjum sínum og verða örugglega í hópi þeirra fjögurra liða sem komast í sextán liða úrslit keppninnar. Sex lið eru í riðlinum og fjögur þeirra fara áfram.

Valsmenn eru í fjórða sætinu en þeir fengu fimm stig í fyrstu sex leikjunum. 

Ógnarsterkt lið Flensburg

Leikurinn í kvöld verður án efa erfiðasti leikur Vals í riðlinum, enda er Flensburg eitt af stóru liðunum í Evrópu og er núna í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar, sterkustu deildar heims. Með liðinu leika m.a. sex leikmenn úr liði nýkrýndra heimsmeistara Danmerkur, þeir Mads Mensah, Emil Jakobsen, Simon Hald, Jóhan Hansen, Lasse Möller og markvörðurinn Kevin Möller. Þar eru líka norsku landsliðsmennirnir Göran Johannessen og Magnus Röd og þýski landsliðsmaðurinn Johannes Golla.

Flensburg er með 10 stig, Ystad 8, Aix 6, Valur 5, Benidorm 4 og Ferencváros 3. Segja má að Valsmenn séu í baráttu við Benidorm og Ferencváros um fjórða sætið og standa vel að vígi í innbyrðis úrslitum gegn báðum liðum. Það kann að ráða úrslitum ef liðin enda jöfn að stigum eftir umferðirnar tíu.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »