Hansen í veikindaleyfi vegna álags

Mikkel Hansen spilar ekki handbolta á næstunni.
Mikkel Hansen spilar ekki handbolta á næstunni. AFP/Liselotte Sabroe

Mikkel Hansen, ein mesta stjarna handboltaheimsins, er kominn í veikindaleyfi vegna álags eftir erfitt ár. Álaborg, félag hans í heimalandinu, greinir frá þessu í dag.

Var ákvörðunin tekin í samráði við fjölskyldu leikmannsins, lækna og félagið. Mikið hefur gengið á í lífi leikmannsins undanfarna mánuði, sem hafa tekið sinn toll.

Hansen fékk blóðtappa síðasta vor, skipti yfir til Álaborgar eftir síðasta tímabil og varð síðan heimsmeistari með Danmörku í janúar.

Skiptin vöktu mikla athygli og heimsmeistaramótið tók sinn toll. Hefur Hansen því verið undir miklu álagi á líkama og sál.

Ekki er ljóst hve lengi Hansen verður frá, en hann er samherji Arons Pálmarson hjá danska félaginu.

mbl.is