Stórkostlegt mark Óðins valið best

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði glæsilegt mark í gær.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði glæsilegt mark í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði fallegasta mark 7. umferðar Evrópudeildarinnar í handbolta í gærkvöldi. 

Hornamaðurinn lék afar vel með svissneska liðinu Kadetten er það mætti Montpellier frá Frakklandi á útivelli, en mátti þola 36:40-tap. Óðinn skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Kadetten og átta mörk alls.

Þriðja mark Óðins og Kadetten vakti hve mesta athygli, en hann skaut þá aftur fyrir bak og boltinn söng í netinu.

Markið ótrúlega má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is