Akureyringurinn magnaður í sigri

Oddur Gretarsson átti frábæran leik í kvöld.
Oddur Gretarsson átti frábæran leik í kvöld. Ljósmynd/Balingen

Oddur Gretarsson átti frábæran leik er Balingen vann góðan útisigur á Dormagen, 29:24, í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Oddur var algjörlega stórkostlegur í upphafi leiks en hann skoraði átta af fyrstu 10 mörkum Balingen í leiknum. Hann bætti svo við fjórum mörkum það sem eftir lifði og lauk leik sem markahæsti maður vallarins, með 12 mörk.

Daníel Þór Ingason lék einnig með Balingen í leiknum en tókst ekki að skora. Hann lagði þó upp þrjú mörk.

Balingen er á toppi deildarinnar með 42 stig, sex stigum meira en Eisenach sem er í öðru sæti. Liðið er því í mjög góðri stöðu til að komast upp í deild þeirra bestu að ári.

mbl.is