Kristján markahæstur í tapi

Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður Aix í tapi gegn Saint-Raphael, 28:24, í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Kristján skoraði fimm mörk fyrir Aix en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu níu leikjum.

Aix er í 10. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 20 leiki.

mbl.is