Aron markahæstur og Álaborg á toppnum

Aron Pálmarsson var markahæstur í kvöld.
Aron Pálmarsson var markahæstur í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson var markahæsti maður Álaborgar er liðið lagði Mors-Thy, 29:21, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Aron skoraði sjö mörk úr tíu skotum leiksins og endaði sem markahæsti maður vallarins.

Álaborg er á toppi deildarinnar með 39 stig eftir 23 leiki, líkt og GOG. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og er því æsispennandi toppbarátta framundan.

mbl.is