Leit upp í stúku og fékk kraft

Ólöf Maren Bjarnadóttir kom vel inn í mark ÍBV í …
Ólöf Maren Bjarnadóttir kom vel inn í mark ÍBV í dag. mbl.is/Óttar

Ólöf Mar­en Bjarnadóttir kom sterk inn í mark Eyja­kvenna þegar Mörtu Wawrzynkowska var vikið af leik­velli í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals í handbolta í dag. Ólöf varði 7 skot og nokkrum sinnum á mikilvægum augnablikum.

ÍBV vann leikinn 31:29 og er bikarmeistari árið 2023.

Ólöf sagðist hafa verið taugaóstyrk þegar hún kom inná.

„Þetta var stressandi, en gaman og ég leit upp í stúku og fékk kraft. Svo kom fyrsti boltinn og þá leit maður upp og sjálfstraustið var komið.“

Unnum þetta saman

Eyjakonur léku mjög sterka vörn í dag sem hjálpaði markmanninum.

„Já, vörnin var geggjuð og liðið í heild sinni og við unnum þetta saman,“ segir Ólöf.

Ólöf er tiltölulega nýkomin á völlinn á ný eftir barnsburð.

„Já, ég var ólétt og er komin til baka eftir átta mánuði og þetta er allt að koma.“

Hún segist vera í ágætis formi þó hún eigi eitthvað í land til að komast í sitt besta form.

„Það kemur með sumrinu,“ segir Ólöf kampakát að lokum.

Marta Wawrzynkowska var miður sín eftir að hafa fengið rauða …
Marta Wawrzynkowska var miður sín eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leiknum. mbl.is/Óttar
mbl.is