Ótrúlegur leikur Óðins er Kadetten fór í úrslit

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 14 mörk í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 14 mörk í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að gera frábæra hluti fyrir svissneska liðið Kadetten. Hann skoraði 14 mörk í sigri í Íslendingaslag gegn Amitica Zürich, 38:27, í undanúrslitum svissneska bikarsins í handbolta í kvöld.

Óðinn endaði sem lang markahæsti leikmaður vallarins en mörkin 14 gerði hann úr 15 skotum, nýting upp á 93 prósent. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadetten. Ólafur Guðmundsson er leikmaður Amicitia en hann lék ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla.

Kadetten mætir Kriens í úrslitaleiknum 6. maí.

mbl.is