Aron meiddist um helgina

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, þurfti að fara meiddur af velli í síðari hálfleik er lið hans Aalborg bar sigurorð af Mors-Thy, 26:23, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardag.

Aron lék frábærlega í leiknum og var markahæstur allra með sjö mörk, auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar.

Samkvæmt danska miðlinum Nordjyske meiddist Aron á læri.

Aalborg á fyrir höndum leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu næstkomandi fimmtudag og verður að teljast ólíklegt að Aron geti tekið þátt í honum.

mbl.is