Víkingur tryggði sér heimaleikjaréttinn á Akureyri

Gunnar Valdimar Johnsen skýtur að marki Þórs í leiknum í …
Gunnar Valdimar Johnsen skýtur að marki Þórs í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Víkingur sótti tvö stig til Akureyrar í kvöld er liðið lagði Þór, 30:26, í Höllinni í 1. deild karla í handbolta.

Gunnar Valdimar Johnsen, fyrrverandi leikmaður Akureyrar, var markahæsti leikmaður Víkings í leiknum en hann skoraði níu mörk. Hjá Þórsurum var Arnór Þorri Þorsteinsson markahæstur með sjö mörk.

Með sigrinum gulltryggðu Víkingar sér annað sæti deildarinnar og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Víkingur mætir botnliði Kórdrengja í undanúrslitum umspilsins en í hinu einvíginu mætast Fjölnir og Þór. Deildarmeistarar HK fara beint upp og öll önnur lið deildarinnar eru ungmennalið sem mega ekki fara upp um deild.

mbl.is