Arnór á leið til Þýskalands?

Arnór Snær Óskarsson í þann mund að skjóta að marki …
Arnór Snær Óskarsson í þann mund að skjóta að marki Göppingen í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnór Snær Óskarsson, hægri skytta Vals í handknattleik, er sagður á leið til Þýskalands þar sem Rhein-Neckar Löwen er talinn líklegasti áfangastaðurinn.

Handbolti.is greinir frá því að viðræður hafi átt sér stað milli Arnórs Snæs og þýska félagsins að undanförnu.

Þá gæti hann heimsótt þýsku ljónin í næstu viku þegar Valur leikur síðari leik sinn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Göppingen í Þýskalandi.

Arnór Snær, sem er 22 ára gamall, hefur leikið frábærlega fyrir Íslandsmeistara Vals á yfirstandandi tímabili og ekki síst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, þar sem hann er á meðal markahæstu manna með 61 mark.

Hjá Rhein-Neckar Löwen er fyrir íslenski landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason, sem er uppalinn hjá val líkt og Arnór Snær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert