Íslendingarnir frábærir í Þýskalandi

Daníel Þór Ingason var öflugur gegn Empor Rostock.
Daníel Þór Ingason var öflugur gegn Empor Rostock. Ljósmynd/Balingen

Daníel Þór Ingason átti stórleik fyrir Balingen þegar liðið vann stórsigur á heimavelli gegn Empor Rostock í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld, 31:23.

Daníel Þór skoraði sjö mörk úr sjö skotum og Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk. Sveinn Sveinsson komst ekki á blað hjá Empor Rostock.

Balingen er í efsta sæti deildarinnar með 44 stig en Empor Rostock er í 19. og næstneðsta sætinu með 12 stig.

Þá skoraði Tumi Steinn Rúnarsson fjögur mörk fyrir Coburg þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Grosswallstadt, 28:33, en Coburg er með 21 stig í þrettánda sætinu.

Örn Vésteinsson komst ekki á blað hjá N-Lübbecke þegar liðið vann heimasigur gegn Hüttenberg, 33:28, en N-Lübbecker er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig.

mbl.is