Áfram í Þýskalandi

Díana Dögg Magnúsdóttir verður áfram í Þýskalandi á næstu leiktíð.
Díana Dögg Magnúsdóttir verður áfram í Þýskalandi á næstu leiktíð. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við þýska 1. deildarfélagið Sachsen Zwickau.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Díana, sem er 25 ára gömul, gekk til liðs við þýska félagið frá Val sumarið 2020.

Hægri skyttan var gerð að fyrirliða liðsins fyrir yfirstandandi tímabil en nýr samningur hennar gildir út keppnistímabilið 2023-24.

Hún hefur spilað mjög vel í Þýskalandi og er í 23. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 73 mörk á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert