Framarar galopna baráttuna um 3. sætið

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skýtur að marki ÍBV í dag.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skýtur að marki ÍBV í dag. Ljósmynd/Sigfús@ibv.is

Framarar lögðu Eyjamenn að velli í Vestmannaeyjum með 27 mörkum gegn 24, í úrvalsdeild karla í handknattleik í dag.

Fábær leikur hjá gestunum sem voru mjög sterkir í dag. Leikurinn er hluti af 19. umferð Olísdeildar karla en fyrir leikinn voru Eyjamenn í baráttu við FH-inga um 2. sætið. Með sigrinum blanda Framarar sér í baráttuna við Eyjamenn, Aftureldingu, Selfoss og Stjörnuna um 3.-4. sæti deildarinnar sem gefur heimaleikjarétt í 8-liða úrslitum.

Eyjamenn náðu sér illa á strik sóknarlega en liðið hefur skorað næst flest mörk í deildinni á eftir Valsmönnum, Dagur Arnarsson og Arnór Viðarsson skoruðu flest mörk Eyjamanna úr opnum leik en þeir gerðu fjögur hvor. Kári Kristján Kristjánsson skoraði sex en þar af fimm af vítalínunni. Pavel Miskevich varði betur en samherji sinn Petar Jokanovic 10 á móti 2.

Framarar léku virkilega sterka vörn og agaða sókn en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði sjö mörk, þá skoraði Arnar Snær Magnússon fimm mörk úr hægra horninu, öll í fyrri hálfleik. Breki Hrafn Árnason varði vel í rammanum eða ellefu skot.

Leikurinn var í raun eign Eyjamanna þangað til að fór að líða að hálfleik en þá jöfnuðu gestirnir metin í 13:13, fyrir það var ÍBV búið að halda 2-3 marka forystu frá byrjun. ÍBV komst í 16:15 áður en Framarar hrifsuðu forystuna af þeim í góðan tíma eða allt þangað til að ÍBV komst aftur yfir 23:22. Þrjú mörk Framara í röð eftir það gerðu það að verkum að forystuna varð óyfirstíganleg fyrir heimamenn.

Breki Hrafn Árnason varði virkilega vel í marki Framara og var með hornamenn Eyjamanna á löngum köflum í vasanum, tvívegis var boltanum kastað í andlitið á honum úr hornafærum en hann varði skot á mikilvægum köflum út allan leikinn.

Sigurinn mjög verðskuldaður og gerir baráttuna um 3. sæti deildarinnar mjög spennandi, ÍBV hefur nú sogast niður í þá baráttu og má því segja að baráttan verði spennandi á lokakaflanum enda vilja öll liðin koma inn í úrslitakeppnina með heimaleikjaréttinn.Fram vann mikilvægan sigur á ÍBV, 27:24, í Olísdeild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag. 

ÍBV 24:27 Fram opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert