Háspenna í lokin er Fram vann fyrir norðan

Þórey Rósa Stefánsdóttir fer inn úr horninu í leiknum í …
Þórey Rósa Stefánsdóttir fer inn úr horninu í leiknum í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fram vann góðan sigur á KA/Þór, 28:25, í KA-heimilinu á Akureyri í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Leikurinn var mjög jafn framan af en í seinni hálfleik náði Fram mest sex marka forystu. Norðankonur gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar um mínúta var eftir, en þá skoraði Fram tvö mörk í röð og tryggði sér sigurinn.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Fram en hún skoraði sjö mörk. Hjá KA/Þór var Nathalia Soares Baliana markahæst með 10 mörk.

Fram er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum minna en Stjarnan sem er í þriðja sæti. KA/Þór er í fimmta sæti með 12 stig, líkt og Haukar.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 10, Rut Jónsdóttir 7, Ida Margrethe Hoberg 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.

Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert