Eyjakonur deildarmeistarar í 20. sigurleiknum í röð

Eyjakonur eru deildarmeistarar.
Eyjakonur eru deildarmeistarar. Ljósmynd/Sigfús@ibv.is

Eyjakonur urðu í dag deildarmeistarar í Olísdeild kvenna er liðið lagði Selfoss að velli 41:27 í ójöfnum leik í Vestmannaeyjum.

Liðin mættust í undanúrslitum bikarsins á dögunum þar sem Eyjakonur höfðu einnig betur. ÍBV hefur ekki orðið deildarmeistari síðan 2004 í kvennaflokki en liðið varð síðast Íslandsmeistari 2006.

Sigurinn var jafnframt sá 20. í röð sem ÍBV sigrar í deild og bikar en sigurgangan er orðin ansi löng, allt frá 22. október er liðið vann Hauka á Ásvöllum. Liðið á einn leik eftir í deildinni áður en komið verður að úrslitakeppninni en liðið sækir Fram heim í lokaumferð deildarinnar.

Leikurinn var í raun aldrei spennandi þar sem ÍBV tók forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi, stærstur varð munurinn í fyrri hálfleik 20:12 en staðan í hálfleik var 21:15.

Katla María Magnúsdóttir lék best Selfyssinga í fyrri hálfleik en hún skoraði sjö mörk, markaskorið dreifðist betur hjá heimakonum en Sunna Jónsdóttir skoraði flest, sex mörk.

Í seinni hálfleik var munurinn á liðunum gríðarlegur og stóð hæst 10:0 kafli ÍBV um miðbik seinni hálfleiks sem breytti stöðunni úr 25:19 í 35:19.

Katla María bætti við sjö mörkum og skoraði fjórtan mörk samtals, langbest gestanna. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin úr umferð mest allan leikinn af sínum gömlu félögum en skoraði þó 11 mörk, þremur fleiri en Harpa Valey Gylfadóttir sem einnig lék mjög vel.

Eyjakonur verið langbesta lið deildarinnar heilt yfir á tímabilinu en liðið er nú komið með tvo titla af þremur og ætla eflaust að bæta þeim þriðja í sarpinn áður en sumarið gengur í garð.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fagnar en hún skoraði 11 mörk í …
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fagnar en hún skoraði 11 mörk í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV 41:27 Selfoss opna loka
60. mín. Ingibjörg Olsen (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert