Valur og Stjarnan unnu sína leiki

Lilja Ágústsdóttir var markahæst hjá Val.
Lilja Ágústsdóttir var markahæst hjá Val. mbl.is/Óttar Geirsson

Valskonur unnu útisigur á HK, 28:21, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kópavoginum í dag. 

Mikið jafnræði var á milli liðanna mestallan fyrri hálfleikinn en Valsliðið var mun sterkara á lokamínútunum og leiddi í hálfleik með fimm, 11:6. 

Valskonur héldu forystu sinni út seinni hálfleikinn og juku á hana. Að lokum vann Valur sjö marka sigur, 28:21. 

Lilja Ágústsdóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk, Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá HK með fimm.

Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1. 

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 10.

Mörk Vals: Lilja Ágústsdóttir 6, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Karlotta Óskarsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.

Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 10, Anna Karólína Ingadóttir 1. 

Stjarnan vann Hauka í spennandi leik í Garðabænum, 23:21. 

Haukar leiddu í hálfleik, 11:10, en Stjörnuliðið var sterkara í byrjun seinni hálfleiksins, hélt því út og vann að lokum góðan sigur. 

Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 7 mörk. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta. Darija Zecevic átti stórleik í marki Stjörnunnar og varði 19 skot.

Valur er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, Stjarnan í þriðja með 29, Haukar í fimmta með 12 og HK í áttunda og neðsta með 4.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Britney Emilie Florianne Cots 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1. 

Varin skot: Darija Zecevic 19.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Sara Odden 3, Ena Car 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1. 

Varin skot: Margrét Einarssdóttir 13. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert