Gísli skoraði sjö í Íslendingaslag

Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti góðan leik í stórsigri Magdeburg á Gummersbach, 41:29, í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Gísli skoraði sjö mörk og lagði önnur þrjú upp. Liðsfélagi hans, Hollendingurinn Kay Smits, hélt uppteknum hætti áfram og skoraði 11 mörk, en hann er svo sannarlega búinn að stíga upp í fjarveru Ómars Inga Magnússonar sem er meiddur. 

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú og Hákon Daði Styrmisson eitt fyrir Gummersbach en Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins. 

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen í jafntefli gegn Hannover-Burgdorf, 26:26. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað fyrir Melsungen en Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Burgdorf. 

Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg í sjö marka heimasigri á Lemgo í dag, 34:27.

Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar en á leik til góða á efstu tvö liðin. Flensburg er í fimmta, Melsungen ellefta og Gummersbach í tólfta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert