Viktor og félagar úr leik eftir dramatík

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar eru úr leik.
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar eru úr leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pólska liðið Wisla Plock tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta er liðið sló Nantes úr leik í vítakeppni í Frakklandi.

Fyrri leiknum lauk með 32:32-jafntefli í Póllandi fyrir viku og urðu lokatölur í kvöld 25:25. Réðust úrslitin því í vítakeppni.

Þar skoraði Wisla Plock úr öllum fimm vítum sínum, á meðan Nantes skoraði úr fjórum af fimm. Wisla Plock mætir Íslendingaliðinu Magdeburg í átta liða úrslitum.

Viktor Gísli fann sig ekki almennilega hjá Nantes og varði þrjú skot í markinu. Liðsfélagi hans Aymeric Minne skoraði átta mörk. Þar á eftir komu sjö leikmenn með fjögur, fimm þeirra hjá liði Wisla Plock.

mbl.is