Afturelding í þriðja sætið – ÍR í basli

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði níu.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði níu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding fór upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handbolta með 27:22-heimasigri á ÍR í Mosfellsbænum í kvöld. ÍR er enn einu stigi frá KA og öruggu sæti, nú þegar liðið á tvo leiki eftir.  

Mosfellingar voru með tveggja marka forskot í hálfleik, 12:10, og hélst munurinn í einu til þremur mörkum framan af í seinni hálfleik.

Þegar hálfleikurinn var hálfnaður náði Afturelding hins vegar fjögurra marka forskoti, 20:16, og tókst ÍR ekki að jafna eftir það.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 9, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Stefáni Magni Hjartarson 3, Birkir Benediktsson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Jovan Kukobat 1.

Varin skot: Jovan Kukobat 10, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 8, Viktor Sigurðsson 5, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1, Róbert Snær Örvarsson 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert