Eyjakonan sat eftir með sárt ennið

Sandra Erlingsdóttir leikur ekki í bikarúrslitum að þessu sinni.
Sandra Erlingsdóttir leikur ekki í bikarúrslitum að þessu sinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Bietigheim vann í dag öruggan 39:29-sigur á Metzingen í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta og tryggði sér sæti í úrslitum.

Eyjakonan Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark fyrir Metzingen í leiknum og lagði upp tvö til viðbótar. Því miður fyrir hana, þá fær hún ekki að leika í bikarúrslitum að þessu sinni.

Bietigheim, sem er með fullt hús stiga á toppi þýsku 1. deildarinnar, mætir annað hvort Flames frá Bensheim eða Oldenburg í úrslitum.  

mbl.is